149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019.

3. mál
[16:16]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Frú forseti. Ég ætla að víkja aðeins að 25. gr. Samkvæmt lögunum eiga allir atvinnurekendur að greiða 0,13% af stofni til iðgjalds og hér er framlengt ákvæði um að þeir greiði 0,10% en ekki 0,13%. Það væri þá nær að mínum dómi að breyta lögunum ef vilji ríkisstjórnarinnar stendur til þess að lækka þetta mikilvæga gjald. Örorka hefur stöðugt farið vaxandi og því er mjög mikilvægt að við spornum við þeim vanda, en ekki að skerða getu fagaðila, eins og hér er gert, til að taka á vandanum. Það væri fróðlegt að vita hvort þessi ráðstöfun auki ekki í raun vandann og kostnað samfélagsins. Er lausnin sú að mati ríkisstjórnarinnar að auka vandann í stað þess að leysa hann? Það væri fróðlegt að fá atkvæðaskýringu forsætisráðherra hér.