149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr.

178. mál
[16:26]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegur forseti. Ég verð að játa að ég veit ekki nákvæmlega hvort ég er í réttri grein til að koma í ræðustól, en ég vildi bara árétta þá afstöðu mína og atvinnuveganefndar sem fram kom í nefndaráliti, að hvetja hæstv. ráðherra málaflokksins til að hefja sem fyrst vinnu við að endurskoða málefni dýralækna og byggja þar á þeim skýrslum sem unnar hafa verið um þau mál. Þetta er skýr og einróma hvatning hv. atvinnuveganefndar um að hefja þá vinnu sem allra fyrst.