Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

útflutningur hrossa.

179. mál
[16:28]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Aðalfundur Félags hrossabænda og fagráð í hrossarækt hefur óskað eftir þessu frá árinu 2015. Það getur vel verið að mönnum sýnist það þess virði að bíða eitthvað lengur með að bregðast við þessum eindregnu óskum Félags hrossabænda.

Ég tek alveg undir þau sjónarmið sem hér hafa komið fram um að fullt tilefni sé til að endurskoða þessa gjaldtöku. Það er sjálfsagt mál að fara til þess verks, en ég tel sömuleiðis sjálfsagt mál að verða við óskum greinarinnar um að losna úr þeirri úlfakreppu sem hún hefur verið í vegna þess að hún hefur ekki fengið að hækka gjaldið á sjálfa sig að eigin ósk.