Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[16:34]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er þessi hlutleysistillaga sem við í minni hlutanum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leggjum til að Alþingi samþykki, þ.e. það vald er í höndum forsætisráðherra hvernig skipting ráðuneyta og hlutverk er. Í þingsályktunartillögu er farið um víðan völl um tilgang og efni og hvaða störf eigi að vera inni í hvaða ráðuneyti. Mér finnst rétt að taka það fram hér, af því að hæstv. forsætisráðherra var ekki í salnum í gær þegar við vorum að ræða þetta, að fjölmargir komu fyrir nefndina og lýstu yfir miklum áhyggjum af þeim tilfærslum á verkefnum sem verða á milli ráðuneyta. Ég hvet hæstv. ráðherra til að lesa þær umsagnir sem bárust nefndinni vegna þessa máls. Annars hvet ég líka þingmenn til að styðja breytingartillögu 1. minni hluta.