Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[16:43]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Ég ætla að lýsa mig efnislega sammála þessari breytingartillögu. Hún fangar sama anda og ég hef gagnvart þessum málum. Hafa aðrir hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar viðrað svipaðar skoðanir hér. Mín skoðun er að framkvæmdarvaldið eigi sjálft að véla um hvernig það vill skipa sínum málum. En í ljósi þess að hjá einhverjum eru áhöld um hvort akkúrat þessi breytingartillaga uppfylli þær lagalegu skyldur sem lögin setja á Alþingi get ég ekki annað en greitt atkvæði gegn tillögunni. Eins og ég lýsti yfir í umræðum í gær er þetta mál sem ég er þegar byrjaður að skoða og vinna varðandi breytingar á þessum lögum og boða því áframhaldandi vinnu í þeim efnum.