149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:13]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Aftur lendum við í því að nefndarálitið sem afgreitt var úr nefnd er ekki endanlegt, enda bættust 70 milljónir við þennan rannsóknastyrk. Það er gott út af fyrir sig. En það byrjaði í mínus 35 milljónum í fjárlagafrumvarpinu frá fyrra ári. Til viðbótar voru teknar 146,6 milljónir við 2. umr. Núna fara 70 milljónir til baka þangað þannig að nú eru um 111,6 milljónir í mínus þrátt fyrir allt í þessum málaflokki.

Hv. formaður nefndarinnar segir að ráðuneytið ætli að bæta uppi mismuninn þarna á. En að sjálfsögðu koma þeir peningar einhvers staðar að. Hvernig getur ráðherra bara gripið 111 milljónir úr lausu lofti án þess að það hafi áhrif á önnur verkefni?

Þá langar mig til að spyrja: Hvaðan koma þeir peningar? Úr hvaða öðrum verkefnum eiga þeir peningar að koma?

— Allt of stuttur tími gefinn, geymum næstu spurningu þar til næst.