149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:14]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni spurninguna. Það er eðlilegt að spyrja. Ef ég náði öllu sem hv. þingmaður sagði þá var hann að spyrja um skerðinguna sem kom fram við 2. umr. í málaflokki 7.10 og er 144 milljónir. Lög um opinber fjármál heimila ráðherra að færa á milli málaflokka og jafnframt málefnasviða, en hann þarf þá að biðja fjárlaganefnd um heimild þar um. Nú setur hæstv. ráðherra skerðingu, 5%, á þennan sjóð sem hann hefur ákveðið að endurskoða og getur þar af leiðandi verið með sársaukaminni aðgerðir og dreift því á fleiri liði.

Það verður hæstv. ráðherra að klára sín megin. Við erum að þessu í samráði við hann og svo er meiri hlutinn ákveðinn (Forseti hringir.) í því að mæta hæstv. ráðherra með framlagi til að koma í veg fyrir þessa skerðingu.