149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Oddnýju Harðardóttur þessa fyrirspurn. Þetta er sama spurningin og ég fékk áðan í andsvari hv. þm. Björns Leví Gunnarssonar og ég hef í raun engu við það að bæta. Þetta er unnið hér á milli umræðna í samvinnu við hæstv. ráðherra eins og ég fór yfir í ræðu minni. Hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra vill endurskoða þessa ráðstöfun og við hyggjumst mæta því með breytingartillögu og fá síðan upplýsingar um það hvernig hæstv. ráðherra hyggst framkvæma þetta hér fyrir atkvæðagreiðslu á föstudaginn.