149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:24]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur spurninguna um Íslandspóst. Fyrst vil ég segja að staðan er alvarleg hjá Íslandspósti. Það vitum við öll. Íslandspóstur er í eigu okkar landsmanna, allra landsmanna, og þess vegna verðum við að skoða stöðuna gaumgæfilega. Það var m.a. þess vegna sem hv. fjárlaganefnd kallaði málið til sín milli 2. og 3. umr. Nú er búið að lána 500 milljónir til að klára þetta ár og það er fyrir vind. Síðan er heimild upp á milljarð inn á næsta ár og áður en dregið er á þá heimild þá er það tryggt hér gaumgæfilega að hv. umhverfis- og samgöngunefnd og hv. fjárlaganefnd verði upplýstar um framvindu mála.