149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:30]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er risastór spurning um mjög erfitt málefni. Það er vissulega ákveðin þróun í póstþjónustu sem við stöndum frammi fyrir og hvaða fyrirtæki sem er myndi standa frammi fyrir vandræðum í þeirri stöðu. Við fengum t.d. að vita það í nefndinni að núverandi fyrirkomulag á því hvernig stjórn er sett yfir þetta fyrirtæki mun aldrei skila þeirri niðurstöðu eða leiða til einhvers konar faglegrar meðferðar á slíku fyrirtæki eins og það er. Það fannst mér mjög undarlegt því að það er ákveðinn áfellisdómur á stjórnina sem slíka og fyrirkomulagið, hvernig þetta virkar yfirleitt, ekki bara hjá Íslandspósti heldur öllum öðrum opinberum fyrirtækjum.