149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:37]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er í eftirlitshlutverki. Vinna mín felst í raun í því að sinna eftirliti og gagnrýna. En ég er ekki með heilt ráðuneyti á bak við mig af ýmsum sérfræðingum sem geta sett fram alla mögulega kosti málsins sem ég get tekið tillit til. (BjG: Þú hefur skoðanir.) Þetta eru þeir kostir sem eru lagðir fram, (HarB: Þú hefur skoðanir.) og ég gagnrýni þá. Á fyrirtækið ekki að vera með skýra stefnu til að byrja með? Er það ekki eðlileg krafa? Mér finnst það mjög eðlileg viðmið um það hvað fyrirtækið þarf að gera miðað við þær aðstæður sem það stendur frammi fyrir. En miðað við þau orð sem ýmsir nefndarmenn í fjárlaganefnd höfðu á milli 1. og 2. umr. um þetta mál bjóst ég við mun strangari skilyrðum sem væri mun auðveldara að fylgja eftir til að athuga hvort allt væri í raun og veru að fara í rétta átt eða ekki. (HarB: Hvaða skilyrði eru það?) Það er ykkar að komast að því.