149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:41]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið og þakka jafnframt hv. þm. Ólafi Þór Gunnarssyni fyrir að upplýsa mig um að við erum á gervihnattaöld. Það getur kannski leyst sitthvað í okkar vinnu og í þessu innleiðingarferli af því að nú erum við farin að vinna með lögin lengra og lengra í ferlinu. Ég vil bara hvetja hv. þingmann áfram með athugasemdir sem snúa að verklagi að formi, af því að ég lít þannig á að við í hv. fjárlaganefnd séum á sama báti þar.