149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:46]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ja, ónákvæmni? Þegar ekki er haft rétt eftir mönnum — ef ég sem gamall blaðamaður hefði komist upp með að tala um það þegar ég vitna með röngum hætti í það sem sagt er (KÓP: Eftir tilfinningu.) — já, og eftir tilfinningu, þakka þér fyrir, hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé — að það væri bara ónákvæmni hefði ég ekki haldið lengi áfram sem blaðamaður eða a.m.k. misst allan trúverðugleika sem blaðamaður. Þetta er ekki ónákvæmni, þetta er bara rangt, hv. þingmaður. Það er allt í lagi, mönnum verða á mistök, meira að segja hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni, og það er allt í lagi að leiðrétta þau mistök þegar bent er á þau, ekki reyna að koma sér undan með einhverjum orðhengilshætti og tala um ónákvæmni. (Forseti hringir.) Menn eiga bara að biðjast afsökunar og segja: Rétt skal vera rétt, því miður hafði ég rangt eftir hv. þm. Óla Birni Kárasyni.