149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:23]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Þetta er mikill misskilningur hjá honum og ég hvet hann til að lesa nefndarálitið. (ÓBK: Búinn að því.) Það er hvergi minnst á fyrstu íbúðarkaup. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það ákvæði er áfram inni og það segir líka í fjárlagafrumvarpinu á bls. 114, þannig að þetta er misskilningur hjá hv. þingmanni. Þessi tillaga gengur út á að framlengja ákvæðið til íbúðarkaupa, það stendur ekki fyrstu íbúðarkaupa, og niðurgreiðslu íbúðarlána þannig að tillagan er alveg rétt og rökrétt og leiðréttist hér með. Ef hv. þingmaður telur að um einhvern misskilning sé að ræða af minni hálfu er það ekki.