149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:26]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Ég mótmæli því jafnframt að þessi tillaga Miðflokksins sé ótímabær. Þetta er úrræði sem hefur verið í gildi og hefur gefið mjög góða raun. Ég rakti það í ræðu áðan og það kemur fram í nefndarálitinu að fjölmargir einstaklingar nýta sér úrræðið. Ég skil ekki alveg þann málflutning að koma með það fram að nú sé þetta allt í einu ótímabært.

Það er gott að hv. þingmaður kom inn á að hann sé sammála því að mikilvægt sé að auka svigrúm til að nýta sér þetta séreignarúrræði. Það er einmitt það sem starfshópurinn leggur til sem ég nefndi hér, sem forsætisráðherra skipaði árið 2017. Þess vegna kemur mér verulega á óvart að tillaga ríkisstjórnarflokkanna um að falla frá þessu úrræði (Forseti hringir.) um mitt næsta ár skuli vera lögð fram þvert á tillögur starfshópsins.