149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið og ég þakka hv. þingmanni jafnframt að draga það fram að meiri hlutinn er að leggja til stuðning við loðdýrabændur, eins og við gerðum fyrir ári síðan í stuðningi við sauðfjárbændur. Ég ítreka það að við endurskoðun búvörusamninga og ríkisfjármálaáætlunar, og hv. þingmaður kom hér inn á boðaðar mótvægisaðgerðir hæstv. ráðherra, þá tökum við á þessum málum. Ég held að við séum sammála þar, ég og hv. þingmaður. En svo ætla ég bara að ljúka þessu á jákvæðum nótum og þakka hv. þingmanni störf í hv. fjárlaganefnd.