149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

tekjuskattur.

335. mál
[13:35]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér greiðum við atkvæði um ljósið í myrkrinu, má segja, fyrsta skrefið til að taka af mjög óréttláta skatta og skerðingar, greiðslur til þeirra öryrkja sem verst standa. Þetta sýnir að ef við stöndum saman og ef við horfum raunsætt á hlutina getum við gert þetta í fleiri málum. Það er nóg af öðrum málum sem þarf að taka fyrir. Við þökkum fyrir að þetta er fyrsta skrefið og ég segi já.