149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[13:50]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Öryrkjar eru skildir eftir, það er ekki verið að hækka til öryrkja, það er verið að lækka, þeir fá minna. (BjG: Nei.) Það er verið að skerða þá vegna þess að verðhækkanir undanfarið á íbúðarleigu og íbúðarhúsnæði og öðru skilar sér ekki. Það skilar sér ekki til öryrkja, þeir fá ekki hækkun. Þeir fá 3,6%, en ættu að fá 10% ef rétt væri gefið. (Gripið fram í.)

Heilbrigðiskerfið — tugir manna ef ekki hundruð eru á biðlista og þeir lengjast bara. Það er ekkert sett þar inn eða verið að redda því. Þetta eru ekki fjárlög fyrir þá sem á því þurfa að halda, sem eru aldraðir, öryrkjar og veikt fólk.