149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:00]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Verð á fasteignum hér á landi hefur hækkað verulega á undanförnum árum. Í miðjum húsnæðisvandanum hefur ríkisstjórnin ákveðið að falla frá heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til íbúðarkaupa og niðurgreiðslu íbúðalána. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er óskynsamleg og gengur þvert á tillögu starfshóps forsætisráðherra sem var skipaður í í júní 2017 og eru það mikil vonbrigði.

Miðflokkurinn leggur til breytingartillögu við frumvarpið þess efnis að heimildarákvæði til nýtingar séreignarsparnaðar til íbúðarkaupa og niðurgreiðslu íbúðarlána verði framlengt þegar ákvæðið á að renna út um mitt næsta ár. Hér er um mikilvægt úrræði að ræða, sérstaklega fyrir ungt fólk.

Ég segi já.