Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:03]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það er nauðsynlegt að styrkja embætti skattrannsóknarstjóra þannig að við náum að klára úrvinnslu Panama-skjalanna, en allt of mörg málanna eru óleyst. Almenningur á kröfu á því að þessi mál klárist og að sektir verði greiddar. Embættið er fjárþurfi og því leggjum við í Samfylkingunni til 100 millj. kr. framlag árið 2019 svo embættið geti fjölgað starfsfólki og lokið rannsókn á þessu mikilvæga máli. Gott og öflugt eftirlit borgar sig. Það er allt of mikið sem ekki rennur í samneysluna af sameiginlegum peningum okkar.