149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:20]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Herra forseti. Ég get tekið undir hvert orð í atkvæðaskýringu [Hlátur í þingsal.] hv. þingmanns þó að um annan lið hafi verið að ræða. En hér er lagt til að framlög til uppbyggingar hjúkrunarrýma verði hækkuð um 500 millj. kr. Ríkisstjórnin skar niður á milli 1. og 2. umr. fjárlaga um 1 milljarð, þau áform sem voru til uppbyggingar. Á sama tíma fáum við fréttir af því að fjölgað hafi á biðlistum um 100 á milli ára. Hér er brýn þörf og nauðsynlegt að gera betur. Og það sem meira er, þessi skortur á hjúkrunarrýmum veldur gríðarlega miklum kostnaðarauka í heilbrigðiskerfinu. Landspítalinn glímir m.a. við fordæmalausan fráflæðisvanda vegna skorts á rýmum.

Ég segi því já.