149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:22]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Alltaf gaman að taka þátt í að skapa nýjar hefðir og venjur. Ég ætla að fara með sömu rullu og áðan. Hér var felld með ekki svo miklum meiri hluta tillaga þingflokks Viðreisnar um að auka í þannig að ég mæli þá með því og bind vonir við að þessi tillaga, sem er eilítið lægri, verði samþykkt.

Mig langar eiginlega að bæta við röksemdafærsluna, eins sterk og hún var hjá kollegum mínum áðan, að það er vissulega verið að auka fjármuni í heilbrigðiskerfið en gagnrýni okkar hefur lotið að því að oftar en ekki er byrjað á vitlausum enda fyrst og fremst án þeirrar stefnu og innsýnar sem nauðsynleg er.

Þetta er rétti endinn, herra forseti. Ef menn ætla að nýta peninga á sem bestan hátt er það gert með því að leggja peninga í akkúrat þennan málaflokk.