149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:27]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég finn mig knúna til að koma hér upp og greina frá því að fram kom í svari mínu á dögunum í þinginu, að framlög til málaflokks örorkulífeyrisþega hafa aukist um 9 milljarða kr. í tvennum fjárlögum af hálfu þessarar ríkisstjórnar, fari svo að þessi fjárlög verða afgreidd, eins og allt stefnir í að verði. Var það í svari við fyrirspurn hv. þm. Þorsteins Sæmundssonar. Mér líkar ekki þegar reynt er að snúa út úr þeim orðum sem lágu hér algjörlega skýr fyrir og eru staðfest í fjárlögum fyrra árs og því fjárlagafrumvarpi sem hér liggur. Þannig að ég ítreka að þetta eru staðreyndir málsins.

Ég segi nei við þessari tillögu.