149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:30]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Stjórnarmeirihlutinn felldi breytingartillögur Samfylkingarinnar við 2. umr. um 2 milljarða hækkun barnabóta og er spurning hvort hann ætli að fella þessa líka, hvort hann ætli ekki að bregðast við ákalli verkalýðshreyfingarinnar um breytingar á barnabótakerfinu. Ef svo er ekki er það grafalvarlegt mál.

Barnabótakerfið hefur markvisst verið veikt undanfarin ár og þúsundir barnafjölskyldna dottið út úr kerfinu. Meiri hlutinn nú leggur til á árinu 2019 fái fólk undir miðgildislaunum engar barnabætur og þær byrja að skerðast í neðsta tekjufjórðungi. Skerðingarhlutföllin hafa verið allt of grimm og verða nú í tíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur enn grimmari. Kannski er það í takt við áherslur stjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fátækrastyrk til barnafjölskyldna.