149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:34]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Krabbameinsfélagið er meðal þeirra fjölmörgu félagasamtaka sem eru utan hins ríkisrekna kerfis og býr þar af leiðandi við fjársvelti af hálfu hæstv. ríkisstjórnar. Við í þingflokki Viðreisnar leggjum til aukið fjármagn til þess að Krabbameinsfélagið geti sinnt því verkefni sínu sem felst í skimun. Við gefum lítið fyrir þær skýringar heilbrigðisyfirvalda að slíkt sé ekki gerlegt á meðan skimunarráð sé enn að störfum í ljósi þess að hinni ríkisreknu heilsugæslu hefur verið veittur slíkur viðbótarpeningur í núgildandi fjárlögum. Við hvetjum til þess að þessi tillaga fái brautargengi.