149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:35]
Horfa

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Ég tek eindregið undir orð hv. þm. Hönnu Katrínar Friðriksson varðandi þennan lið en vil líka vekja athygli á því að stjórnarandstaðan hefur ekki fengið neinar tillögur samþykktar. Ég hefði talið að svona hófsöm tillaga gæti notið velvildar ríkisstjórnar sem talar um samtal og samstarf og oftar en ekki hefur stjórnarandstaðan hverju sinni fengið í gegn ákveðnar tillögur. Þar fyrir utan er fróðlegt að benda á að þetta er í annað sinn sem við í Viðreisn komum fram með tillögu til að ýta undir þá sem eru sjálfstætt starfandi einstaklingar eða lögaðilar, eins og Krabbameinsfélagið, og aftur greiðir ríkisstjórnin, þar með talið Sjálfstæðisflokkurinn, gegn sjálfstætt starfandi aðilum.