149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[15:04]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég bið þingmenn um að íhuga það sem á sér stað núna. Ríkisstjórnin leggur til að við veitum 1.500 millj. kr. heimild til Íslandspósts ohf. eftir að hafa heyrt forstjóra þess ágæta fyrirtækis segja að blikur væru á lofti og ólíklegt hvernig starfsemin yrði strax á næsta ári. Ég hef ekki séð neinar tillögur um hvernig björgunarstarfið á að eiga sér stað á þessu skipi sem farið er að halla ískyggilega. Við sjáum heldur ekki hvernig þetta mun skaða samkeppnisreksturinn. Of mörgum spurningum virðist vera ósvarað þarna og mér finnst það harla óábyrgt af okkur að ætla að afgreiða þetta mál án þess að skoða stjórnun eða stjórnarhætti eða neitt sem átt hefur sér stað þarna innan borðs. Ég vil að þingheimur hugleiði það örlítið.