149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[15:05]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Á milli 1. og 2. umr. féllu ýmis þung orð um skilyrði sem þyrftu að vera vegna þessarar lánveitingar. Þetta er í rauninni ekki lánveiting, þetta er ríkisstyrkur af því að þetta lán verður aldrei borgað. Þó að nákvæmlega þetta lán verði borgað er samt mínusinn áfram bara inn í framtíðina sem kemur þá í staðinn.

Þau skilyrði sem uppsett voru í áliti meiri hlutans eru í rauninni bara stöðluð skilyrði um að bæta rekstrarhag o.s.frv. en það eru engin tímatakmörk, það er engin eftirfylgni með þessu á neinn haldbæran hátt. (Gripið fram í: … nefndaráliti meiri hlutans.) — Það stendur einmitt þar. Allt sem kemur þar fram …

(Forseti (SJS): Ekki samtal í þingsal.)

er eitthvað sem öll fyrirtæki þurfa að sjálfsögðu að ganga í gegnum þegar þau eru í þessari stöðu. Það eru engin viðbótarskilyrði um hvaða skref þurfi að stíga á hvaða tíma og hvenær við segjum stopp. Ekkert svoleiðis. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)