149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[15:12]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Besta staða ríkissjóðs frá upphafi gagnast ekki öldruðum, hún gagnast ekki gagnvart öryrkjum, hún gagnast ekki fátækasta fólki á Íslandi. Það er verst þegar við erum nú að hefja jólaundirbúning að þeir sem standa í biðröðunum eftir matargjöfum, þeir sem bíða eftir aðgerðum á biðlistum sem lengjast í sífellu, þeir sem ná ekki endum saman, þeir sem eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér geta hugsað til þess að forsætisráðherra er stolt af þessu frumvarpi. Hún er stolt af þessum fjárlögum. Það er ágætt fyrir okkur að hafa það með okkur inn í jólin að hæstv. forsætisráðherra er stolt. (Gripið fram í: Enda frábær fjárlög.)