149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

Bankasýsla ríkisins.

412. mál
[15:33]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað tengist sala fjármálafyrirtækjanna efni þessa frumvarps því ef engin áform eru um að selja bankana er í sjálfu sér engin ástæða til þess að hafa einhver ákvæði um að leggja Bankasýsluna niður, sé henni ætlað að halda utan um þá eign ríkisins í fjármálafyrirtækjum um ókomna tíð. Ég skil orð hæstv. fjármálaráðherra svo að það liggi, í það minnsta ekki á þessu stigi máls, fyrir sátt innan ríkisstjórnarinnar um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem mér þykir miður. Það er náttúrlega búið að vera rétti tíminn til að selja hluti í bönkum, sennilega í ein sex samfelld ár a.m.k. Mögulega er sá tími að líða undir lok núna, ég skal ekki segja, ég ætla reyndar að það sé, í ljósi þess að það mun sennilega taka mörg ár að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum, engin ástæða til að dvelja við það lengur og hefjast handa við það í einhverjum skrefum þó.