149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

Bankasýsla ríkisins.

412. mál
[15:38]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég segi það með þeim fyrirvara að við erum í 1. umr. að ég styð málið. Mér finnst ágætt að gera þetta, jafnvel ef það er bara til þess að fyrirbyggja misskilning meðal þeirra sem hafa unun að því að lesa lög og finna þar eitthvað til að gagnrýna. Vissulega hefur þetta verið til umræðu. Mér finnst það eitt og sér óþægilegt. Það sóar tíma og mér finnst tímasóunin leiðinleg almennt.

En þá er það seinni spurningin sem ég hef, sem er sú hvort einhver hætta sé á því að verkefnin dragist eitthvað vegna þess að viðmiðunum er breytt svona.

Ég spyr svolítið með hliðsjón af því að þetta fimm ára tímabil sem er nú þegar í lögunum hefur ekki gilt í reynd, ekki lagatæknilega alla vega. Ég velti því fyrir mér: Gerir ráðherra ráð fyrir því að það sé einhvers staðar hvati fyrir því að verkefni klárist ekki á einhverjum tíma vegna þess að (Forseti hringir.) fyrirséð er að þegar þeim tíma er náð að búið er að ákveða að verkefninu sé lokið eigi að fara að gera eitthvað sem fólk vill kannski fresta eða sleppa?