149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

kjararáð.

413. mál
[16:12]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir skýr svör, greinargóð svör. Það er þetta túlkunaratriði um það hvort þjóðkirkjan sjálf taki þetta í fangið, hvort hægt sé að skilgreina þjóðkirkjuna sem þennan óvilhalla, óháða aðila sem ákvarði launin. Metur ráðherra að svo sé? Hefur hæstv. ráðherra einhverjar fregnir af því hvernig samningaviðræður milli ríkis og þjóðkirkjunnar ganga að þessu leyti? Ég vil ekki teygja lopann frekar en kannski að fá að hnykkja á spurningu hérna rétt í lokin um skilgreiningu á stöðu presta almennt: Eru þeir opinberir starfsmenn?