149. löggjafarþing — 44. fundur,  10. des. 2018.

veggjöld.

[15:18]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Á fundum umhverfis- og samgöngunefndar hefur komið fram að þótt farið yrði í einhverjar meiri háttar breytingar vegna veggjalda eða vegtolla eða hvernig sem það væri myndi það ekki hafa mikil áhrif á alla vega næstu tvö ár, 2019 og 2020, varðandi framkvæmdir. Það virðist því ekki liggja svo mikið á og ætti að vera hægt að klára samgönguáætlun eins og hún lítur út núna og taka stærri umræðuna með veggjöldin og réttri þinglegri meðferð.

En af því að hæstv. ráðherra talaði um umhverfismál langar mig til að bæta við í lokin seinni spurningunni: Hvar er borgarlínan inni í þeim pakka öllum með veggjöldum og öðru? Hver verður forgangur hennar í breyttri samgönguáætlun?