149. löggjafarþing — 44. fundur,  10. des. 2018.

símenntun og fullorðinsfræðsla.

352. mál
[16:25]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég kem bara hér upp til þess að ræða þetta mál og taka undir mikilvægi þess. Það skiptir miklu að góð aðstaða sé til símenntunar og þátttöku í námi um allt land. Ég vil líka þakka hæstv. ráðherra fyrir skýr og greinargóð svör, ég veit að hún hefur mikinn áhuga á að vinna að þessum málefnum.

Fræðslumiðstöðvar um allt land eru að þjónusta atvinnulífið og koma inn á starfstengd námskeið og geta þau verið fjölbreytt í ólíkum landshlutum. Þær hafa líka komið inn á símenntunaráætlun fyrirtækja og sveitarfélaga sem skipta gríðarlega miklu máli. Þess vegna er það mjög mikilvægt að tryggja undirstöður símenntunar um allt land.