149. löggjafarþing — 44. fundur,  10. des. 2018.

námsgögn fyrir framhaldsskóla.

407. mál
[16:45]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda Hönnu Katrínu Friðriksson fyrir fyrirspurnina. Ég vil bara fara beint í það að ég tel að ein aðalástæðan fyrir brotthvarfi sé lesblinda. Það er eitt af því sem veldur miklum vandræðum í framhaldsskólum vegna þess að ef þú ert ekki vel læs á íslensku og stærðfræði þá lendirðu strax í vandræðum. Þar þarf meira til, það þarf að finna nýjar aðferðir. Það er t.d. búið að finna út leirun, þrívíddarleirun, að leira stafi. Það er ýmislegt sem er í gangi til að aðstoða þá sem eru lesblindir og það þarf að kafa ofan í það og kenna það betur og hafa betri yfirsýn um nýjustu tækni í því að hjálpa þeim sem þarna eru, sérstaklega þeim sem eru lesblindir til þess að þeir nái færni í íslensku og svo auðvitað í stærðfræðinni.