149. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[18:36]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt að hv. þingmaður var þokkalega rólegur í þessari framsögu sinni, til muna betri en síðast þegar við ræddum þetta. En mig langar að forvitnast aðeins um hugsunina í breytingartillögunni. Er hugsunin sú að nota nýjustu upplýsingar um hag veiða og vinnslu sem grunn veiðigjaldanna eins og lögin ákveða, hv. þingmaður? Ég vænti þess að hann heyri hvað ég er að segja. (Gripið fram í.) Er hugsunin ekki sú að fara að 8. gr. gildandi laga, sem tillagan hljóðar upp á að verði framlengd eða staðfest, um að nýjustu upplýsingar í skýrslu Hagstofunnar um hag veiða og vinnslu verði notaðar sem grundvöllur að ákvörðun veiðigjalda? Er það ekki svo?