149. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[18:46]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Fram kom í máli hv. þingmanns að ekki hefði verið haft neitt samráð við fulltrúa minni hluta í þessu máli. Nú erum við búin að vera með þetta mál í umfjöllun í atvinnuveganefnd í rúma tvo mánuði og rætt það efnislega þar. Það liggur fyrir að fulltrúar minni hlutans, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, hafa ekki lagt fram neina efnislega tillögu eða rætt neitt um hvaða breytingar þau vilja sjá á frumvarpinu. Fram kom breytingartillaga við 2. umr. eftir að málið var farið frá nefndinni, sem sneri að gjörbyltingu á fiskveiðistjórnarkerfinu, sem er ekki hérna til umræðu, en efnislega hafa fulltrúar í atvinnuveganefnd, þingflokks hv. þm. Loga Einarssonar, ekki lagt fram neina tillögu í nefndinni til umræðu um einhverja efnislega breytingu á frumvarpinu.

Ég spyr hv. þingmann: Hvað á að taka mörg ár að fá fram einhverja niðurstöðu hjá Samfylkingunni um hvaða breytingar hún vill gera á þessu frumvarpi? Hvaða efnislegar skoðanir hefur hv. þingmaður á frumvarpinu?