149. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[18:48]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er fróðlegt að heyra hvað hv. þingmaður ber mikið traust til hv. þingmanna Viðreisnar. Maður sér hvert hugurinn leitar í þeim málum. Er það þá rétt skilið að efnislega hafi hv. þingmenn Samfylkingarinnar ekkert við þetta frumvarp að athuga? Það er þá bara gott heilbrigðisvottorð fyrir þetta mál að ekki sé hægt að benda á neitt efnislegt sem mætti gera öðruvísi í frumvarpinu. Menn koma algjörlega blankir að þeirri umræðu og vísa fram í tímann. Við getum ekki beðið endalaust.

Hv. þingmaður talaði um að verið væri að setja einhverja málamiðlun milli verst reknu og best reknu fyrirtækjanna og það væru til góðir útgerðarmenn og annað. Mig langar að heyra hjá hv. þingmanni hverjir eru góðir útgerðarmenn og hverjir eru slæmir. Hefur hv. þingmaður engar áhyggjur af þeirri miklu samþjöppun sem verið hefur í sjávarútvegi á síðustu árum? Á síðustu 12 árum hefur samþjöppun verði 60%. (Forseti hringir.) Á síðustu fjórum árum hefur samþjöppun verði 25% í krókaaflamarkskerfinu.