149. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2018.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

185. mál
[22:31]
Horfa

Frsm. minni hluta velfn. (Halldóra Mogensen) (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ég velti því fyrir mér — ef það eru tilfelli þar sem einstaklingar geta ekki og myndu ekki vilja nýta sér NPA, eða það myndi ekki henta þeim einstaklingum en þeir þurfa að hafa aðgang að slíku úrræði — hvort ekki sé þörf á því að sníða þau úrræði að þessum aðilum frekar en að þeir gangi inn í úrræði sem ætluð eru 67 ára og eldri. Í dagdvöl er skemmtun og matur og annað sérsniðið að eldri kynslóðum eða eldri borgurum. Ég velti því fyrir mér hvort það sé endilega eitthvað sem hentar yngri einstaklingi sem er með allt aðrar þarfir og áhugamál og annan smekk á tónlist og mat og bara öllu saman.