149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:28]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp um veiðigjald, frumvarp sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að skapar hvata til bókhaldsbrellna og skattundanskota samþættra útgerða en kýs samt sem áður að láta verða af, sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að verður þess valdandi að ríkissjóður verður af u.þ.b. 4 milljörðum í tekjur á næsta ári og sem ríkisstjórnin veit að hefði mátt vinna talsvert betur í samráði við minni hlutann.

Það var algjör óþarfi að þröngva þessu í gegn í þetta sinn en það mun að sjálfsögðu gerast í boði meiri hlutans á þinginu.