149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:29]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um veiðigjöld eftir 3. umr. Hér er verið að afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

Við erum einnig að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir með því að styrkja frítekjumarkið mjög mikið sem dregur úr áframhaldandi samþjöppun aflaheimilda og eflir sjávarbyggðirnar. Málið hefur fengið mikla og góða umfjöllun í atvinnuveganefnd hjá fjölda gesta og farið í umsagnarferli. Hæstv. sjávarútvegsráðherra hefur kynnt málið vítt og breitt um landið. Ég tel því að við séum komin á góðan stað að afgreiða veiðigjöldin sem eru, að ég tel, mikil framför frá þeim veiðigjöldum sem verið hafa þar sem við erum að breyta um og fá ríkisskattstjóra til að vinna þetta (Forseti hringir.) sem best má vera.