149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:34]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum nú að leiða til lykta mál sem varðar mikilvæga atvinnugrein í landinu, varðar landsmenn alla. Það er ekki gott þegar stór mál eru afgreidd út í miklum ágreiningi. Samráð hefur a.m.k. ekki verið haft á Alþingi við alla flokka sem þar sitja. Þetta er sérstaklega sorglegt vegna þess að í stefnuskrám flestra flokka sem sitja á þingi eru sameiginlegir þræðir sem hægt hefði verið að flétta svo miklu betur saman og ná almennari sátt. Það er leiðinlegt og alvarlegt að stjórnvöld geri ekki betri tilraun til að ná þessu samkomulagi sem er okkur öllum svo mikilvægt, ekki síst greininni sjálfri og svo sem landsmönnum (Forseti hringir.) öllum.

Ég get ekki stutt þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar.