149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:35]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Áherslur í frumvarpinu um innheimtu veiðigjalda koma fram í nýjum reiknistofni gjaldsins sem byggður er á afkomu. Veiðigjöldin miðað við 33% gjaldhlutfall. Áfram er unnið með frítekjumark og kemur til móts við minni útgerðir vítt um landið. Hér skal miða við almanaksár, stjórnsýslunni er breytt, ákvarðanir eru færðar nær tíma og dregið úr tímatöf við meðferð upplýsinga. Innheimtan er í samræmi við tíma, við afkomu í greininni og fyrirtækjanna um allt land. Allt er það þættir í tengslum við innheimtu veiðigjalds sem átt hafa mikinn hljómgrunn í gegnum tíðina og ljóst að vinnan grundvallast m.a. á þeirri kröfu og viðleitni til að ná meiri sátt um innheimtu veiðigjalda. Ég styð þetta mál.