149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í stjórnarsáttmálanum segir að við endurskoðun laga um veiðigjöld þurfi að hafa það að meginmarkmiði að tryggja þjóðinni réttlátan hlut af arðsemi auðlindarinnar. Ég velti fyrir mér hver réttlátur hlutur þjóðarinnar er í þessu frumvarpi, hann er a.m.k. minni í krónum talið.

Í frumvarpinu er sérstaklega talað um að veiðigjaldið eigi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir. Hérna erum við með ófjármagnað hafrannsóknaskip upp á 3 milljarða sem óbreytt veiðigjöld myndu auðveldlega fjármagna. Þetta tvennt er mjög athyglisvert. Réttlátur hlutur þjóðarinnar er minni en ef ástandið héldist óbreytt og við værum með fjármagnað hafrannsóknaskip ef ástandið héldist óbreytt.