149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:39]
Horfa

Páll Magnússon (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að lagfæra augljósa meinbugi sem eru í núverandi og núgildandi innheimtu veiðigjalda. Það er ekki verið að lækka veiðigjald. Gjaldhlutfallið er óbreytt. Verið er að færa gjaldið til í rauntíma þannig að útgerðin greiði á hverjum tíma sem næst afkomu sinni. Það er ekki verið að lækka gjaldið. Og hér er heldur ekki verið að ræða eða greiða atkvæði um fiskveiðistjórnarkerfið sjálft. Það er mér algjörlega óskiljanlegt að þrátt fyrir öll önnur sjónarmið sem menn kunna að hafa uppi um fiskveiðistjórnarkerfið á Íslandi megi ekki lagfæra það sem augljóslega er úr lagi gengið. Að sjálfsögðu mun ég styðja þetta framfarafrumvarp.