149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:40]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nei, það er ekki verið að tryggja þjóðinni sanngjarna rentu af auðlind hennar. Þvert á móti er verið að skerða enn frekar sanngjarna rentu þjóðarinnar af auðlind hennar. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ákveður að gera þetta á sama tíma og rekstrarumhverfi útgerðar vænkast mjög, á sama tíma og leggja á aukna skattbyrði í formi veggjalda á allan almenning, á sama tíma og ekki er mögulegt að fara í nauðsynlegar kjarabætur fyrir eldri borgara og fyrir öryrkja.

Herra forseti. Þetta er 4 milljarða kr. jólagjöf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur til útgerðarinnar, á kostnað alls almennings í landinu.