149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[15:03]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Við ræðum breytingartillögu Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Flokks fólksins. Þó að stjórnarmeirihlutinn vilji meina annað komu fram alvarlegar efnislegar athugasemdir við málið, bæði frá stjórnarandstöðu og ekki síst í þeim fjölmörgu umsögnum sem bárust um málið. Ranglega er látið líta svo út að hlutfallið af auðlindarentunni feli í sér óbreytt ástand og gefið í skyn að það sé eðlilegt. Horfið er frá því að vega hagnað fiskvinnslunnar inn í ákvörðun veiðigjaldsins og myndast þar með freistnivandi fyrir útgerðirnar til að færa hagnað frekar yfir á vinnslu og hafa þannig áhrif á að veiðigjöldin lækki. Þá er fasti kostnaðurinn ónákvæmur, svo að fátt eitt sé nefnt.

Við hvetjum því til að þessar fyrirliggjandi breytingartillögur verði samþykktar og gerum við það svo sannarlega.