149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[15:07]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegur forseti. Það eru mér mikil vonbrigði að sjá að hv. stjórnarandstöðuflokkar skuli heykjast á því að færa veiðigjöld nær í tíma og gera þau afkomutengdari, eins og ég hélt að væri samstaða um eftir að hafa fylgst með umræðu um þessi mál síðustu ár. Það eru mér enn meiri vonbrigði að hv. stjórnarandstöðuflokkar og þingmenn þeirra telji enga ástæðu til að bregðast sérstaklega við vanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hér er beinlínis lagt til að þær breytingartillögur sem meiri hluti hv. atvinnuveganefndar náði saman um, um að koma sérstaklega til móts við þann viðkvæma útgerðarflokk, séu lagðar til hliðar og óbreytt gjald verði. Ég er pínulítið hissa að sjá þingmenn í kjördæmum þar sem fjöldi þessara fyrirtækja starfar sem standa illa, hvernig ætla þeir að útskýra fyrir þeim að það þurfi einfaldlega ekki að taka tillit til lítilla og meðalstórra fyrirtækja?

Ég segi nei við þessu.