149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[15:08]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Rétt í þessu var gerð lokatilraun til að ná meiri sátt í þessu stóra mikilvæga máli. Það var svo sem ekki við því að búast að ljá máls á frekara samtali, enda ekki í anda þessarar ríkisstjórnar. Það er greinilegt að þetta mál þolir ekki bið. Verið er að lækka veiðigjöld. Sumir stjórnarliðar hefðu gjarnan viljað lækka þau meira. Ég segi: Þetta er vont mál, það hefði alveg þolað bið. Útgerðin í landinu hefði ekki farið á hliðina þó að málið hefði frestast um ár og verið unnið betur og reynt að ná betri niðurstöðu til hagsbóta fyrir alla.