149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

185. mál
[15:17]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum í dag atkvæði um hvort þeir sem eru yngri en 67 ára geti, ef þeir óska þess sjálfir, fengið þjónustu í dvalarrýmum og dagdvölum. Því er ekki um neina afturför eða þvinganir að ræða heldur erum við að rýmka réttindi sem þegar eru til staðar til að mynda hvað varðar hjúkrunarrýmin. Hér verður aldrei um almennt úrræði að ræða enda hefur þingið þegar lýst yfir afstöðu sinni með lögum um NPA sem við samþykktum síðastliðið vor.

Breytingin er hins vegar nauðsynleg til að bregðast við vanda tiltölulega lítils hóps sem sannarlega þarf á þjónustu að halda.